spot_img
HomeFréttirErfiður þriðji leikhluti gegn Svíþjóð

Erfiður þriðji leikhluti gegn Svíþjóð

 

Undir 16 ára lið stúlkna keppir þessa dagana á Evrópumóti í Makedóníu. Í dag töpuðu þær sínum þriðja leik á mótinu gegn Svíþjóð, 39-57.

 

Það var Svíþjóð sem að byrjaði leik dagsins betur. Eftir fyrsta leikhluta leiddu þær með 7 stigum, 11-18. Íslensku stelpunum gekk þó betur að halda aftur af þeim í öðrum leikhlutanum, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var munurinn sá sami, 7 stig, 19-26.

 

Upphaf seinni hálfleiksins svo afleitt fyrir Ísland. Eftir þrjá leikhluta var forysta Svíþjóð komin í 21 stig, 26-47. Ísland gerði vel í síðasta leikhlutanum, en náðu þó ekki að koma í veg fyrir 18 stiga tap, 39-57.

 

Atkvæðamest í íslenska liðinu var Ásta Grímsdóttir með 10 stig og 9 fráköst á þeim 29 mínútum sem hún spilaði.

 

Næst leikur liðið kl.10:00 á mánudagsmorgun gegn Ísrael.

 

Hérna er tölfræði leiksins

 

 

Hérna er leikur dagsins:

 

Fréttir
- Auglýsing -