Undir 16 ára lið stúlkna leikur þessa dagana á Evrópumóti í Makedóníu. Fyrsta leik sínum á mótinu töpuðu þær í gær fyrir Lúxemborg, en í dag fyrir Grikklandi. Næst eiga þær leik kl. 17:00 morgun gegn Svíþjóð.
Leikurinn í dag aldrei neitt sérstaklega spennandi. Eftir fyrsta leikhluta leiddi Grikkland með 9 stigum, 5-14. Þegar í hálfleik var komið höfðu þær svo bætt við þessa forystu, 12-31.
Seinni hálfleikurinn svo á sömu leið. Eftir þrjá leikhluta var munurinn á liðunum 29 stig, 20-49. Lokaleikhlutinn því aðeins formsatriði, en fór svo að lokum að Grikkland sigraði með þessum 29 stigum, 30-59.
Atkvæðamest í íslenska liðinu var Ásta Júlía Grímsdóttir með 4 stig, 6 fráköst og 4 varin skot.
Hérna er leikur dagsins: