Undir 20 ára lið kvenna keppir þessa dagana í B deild Evrópumótsins í Eilat í Ísrael. Fyrsta leik mótsins töpuðu þær íslensku í dag, 42-72, fyrir Grikklandi.
Grísku stelpurnar tók völdin snemma í leik dagsins, þar sem að þær leiddu með 7 stigum eftir fyrsta leikhluta, 13-20 og 18 stigum í hálfleik, 21-39. Í seinni hálfleiknum náði Ísland sér svo ekki á strik, en fyrir lokaleikhlutann var munurinn kominn í 23 stig, 34-57. Fór svo að lokum að Grikkland sigldi nokkuð öruggum 30 stiga sigri í höfn, 42-72.
Langatkvæðamest í íslenska liðinu var Thelma Dís Ágústsdóttir með 9 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar á 30 mínútum spiluðum.
Næsti leikur liðsins er gegn Slóvakíu á morgun, en þær byrjuðu mótið á naumum sigri á Tékklandi.
Hægt er að fylgjast með leikjum mótsins hér