spot_img
HomeFréttirEnn tapar Værlöse: Íslendingaslagur í kvöld

Enn tapar Værlöse: Íslendingaslagur í kvöld

 
Byrjunin á tímabilinu hjá Værlöse hefur verið brösótt en liðið hefur tapað fimm fyrstu leikjunum sínum í dönsku úrvalsdeildinni. Með liðinu leikur Axel Kárason sem gerði 13 stig í tapleiknum gegn meisturum Svendborg Rabbits í gær. 
Lokatölur leiksins voru 56-64 Svendborg í vil þar sem Axel skoraði 13 stig á rétt rúmum 38 mínútum. Axel var í byrjunarliðinu og var auk þess með 5 fráköst og 1 stoðsendingu.
 
Í kvöld verður svo Íslendingaslagur í dönsku deildinni þegar Sigurður Þór Einarsson og Horsens IC taka á móti Magnúsi Þór Gunnarssyni og Aabyhoj kl. 19:00 að dönskum tíma eða kl. 17:00 að íslenskum tíma. Horsens er í 3. sæti deildarinnar með 6 stig en Aabyhoj í 6. sæti með 4 stig.
 
Ljósmynd/ Sigurður Þór verður gestgjafi þegar Magnús Þór mætir í heimsókn í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -