spot_img
HomeFréttirEnn tapar Dallas: Houston skellti San Antonio

Enn tapar Dallas: Houston skellti San Antonio

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem ólán meistara Dallas Mavericks hélt áfram, Houston burstaði San Antonio og LA Lakers lögðu New York örugglega. Portland Trail Blazers hafa byrjað leiktíðina af krafti og lögðu Denver Nuggets í nótt. Þetta var þriðji deildarsigur Portland í röð sem eru taplausir.
Portland 111 – 102 Denver
Wesley Matthews var stigahæstur í liði Portland með 25 stig og 5 fráköst og Raymond Felton bætti við 23 stigum. Hjá Denver var Ty Lawson með 25 stig og 8 stolna bolta.
 
Houston 105 – 85 San Antonio
Fyrsti tapleikur San Antonio á tímabilinu kom gegn grönnum þeirra í Houston. Kevin Martin var stigahæstur í sigurliði Houston með 25 stig en hjá Spurs var DeJuan Blair með 22 stig og 12 fráköst.
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Orlando 94-78 New Jersey
Oklahoma 104-102 Dallas
Sacramento 98-108 Chicago
LA Lakers 99-82 New York
 
Mynd/ Dirk Nowitzki og félagar í meistaraliði Dallas eiga erfitt uppdráttar um þessar mundir.
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -