spot_img
HomeFréttirEnn einn stórleikur hjá Rose

Enn einn stórleikur hjá Rose

Derrick Rose átti enn einn stórleikinn fyrir Chicago Bulls þegar liðið tók á móti Toronto Raptors í NBA deildinni í nótt.  Rose skoraði 36 stig og hjálpaði Bulls þar með að styrkja stöðu sína á toppi Austurdeildar enn frekar.  Fjórir aðrir leikir voru á dagskrá og má meðal annars minnast á að Los Angeles Clippers unnu nokkuð óvæntan sigur á Oklahoma City Thunder, en leikið var í Staples Center. Önnur úrslit má sjá að neðan.

Toronto Raptors-Chicago Bulls (106-113, TOR: DeRozan, Bayless 26 stig. CHI:Rose 36 stig, 10 stoðsendingar.)

Minnesota Timberwolves-Memphis Grizzlies (89-106, MIN:Beasly 20 stig. MEM: Randolph 22 stig.)

Philadelphia 76ers-Milwaukee Bucks (87-93, PHI:Brand 20 stig, 12 fráköst. MIL: Salmons 19 stig.)

Dallas Mavericks-Golden State Warriors, (92-99, DAL: Marion 21 stig.  GSW: Ellis 32 stig.)

Oklahoma City Thunder-Los Angeles Clippers, (92-98, OKC: Durant 23 stig. LAC: Griffin 26 stig, 16 fráköst.)

Elías Karl

Fréttir
- Auglýsing -