spot_img
HomeFréttirEnginn háglansleikur í Hólminum

Enginn háglansleikur í Hólminum

Það voru átta Snæfellsstúlkur sem mættu Njarðvíkurmeyjum í Domino´s deild kvenna í kvöld og byrjuðu Njarðvík á þrist frá Svövu Stefánsdóttur í leiknum. Alda Leif var ekki á skýrslu í dag og jafnar sig af smá hnjaski eins og sagt var. Lele Hardy bætti við þremur áður en Snæfell fór að setja niður og staðan 0-6 strax í upphafi. Njarðvíkurstúlkur náðu forskoti í fyrsta hluta 8-16 og svo 10-19 en sóknir Snæfells voru hins vegar hægar og slakar og tóku leikhlé. Snæfellsstúlkur sigu rólega nær eftir það og staðan eftir fyrsta hluta 18-23 fyrir Njarðvík sem komu mjög öflugar og skipulagðar í byrjun leiksins.
 
Njarðvík hóf annan hluta af krafti og skoruðu fyrstu fimm stigin og Snæfell tóku sér spjallhlé. Njarðvík komu þá með önnur  fimm stig og staðan varð 18-33 þar sem þær pressuðu og stálu boltanum en Snæfellingar voru ekki að hitta vel úr þröngum skotum gegn fínni vörn Njarðvíkur en Lele Hardy var komin með 18 stig um miðjan annan hluta. Snæfell spýttu í lófana og sóttu gríðalega á og náðu að minnka munin í 31-34 og Kieraah Marlow jafnaði 38-38 úr víti rétt undir lokin en Njarðvík sem hafði verið skrefinu framar í leiknum áttu lokaorðin í fyrri hálfleik og Erna Hákonardóttir setti þrjú á bjöllu og staðan 38-41.
 
Stigahæstar voru Kieraah Marlow mwð 10 stig og Hildur Björg með 9 stig hjá Snæfelli en Njarðvíkurmegin var Lele Hardy komin með 19 stig og Svava Ósk með 7 stig.
 
Njarðvík héldu naumri forystu 45-50 og Snæfell sótti og Lele var að skora fyrir Njarðvik komin með 26 stig um miðjan þriðja hluta. Leikurinn var ekki í neinum hæðum og spilið almennt ekkert gæðalegt á köflum, slakar sóknir beggja liða oft á tíðum og ráðleysi. Snæfell náði að krafsa sig framúr 51-50. Njarðvík náði forystu aftur fyrir lok þriðja hluta 53-56 og ansi mörg slök skot að fjúka á körfuna en ekki ofaní.
 
Snæfellsstúlkur nýttu skot sín mun betur í fjórða hluta og dæmið fór að snúast við. Snæfell komst þar í 68-60 með þrist frá Helgu Hjördísi og varnarleikurinn var allt annar. Njarðvíkurstúlkur hittu hins vegar ekkert og fengu lítið úr að moða í sínum sóknarleik. Staðan var 74-67 fyrir Snæfell þegar 1:30 voru eftir og spenna hlaupin í leikin. Snæfell hins vegar stóðst pressuna og kláruðu sig á þessu í lokin og sigldu í land 80-69 sigri.
 
Snæfell: Kieraah Marlow 22/8 frák. Hildur Björg 17/7 frák. Helga Hjördís 16/11 frák. Berglind Gunnars 11. Hildur Sigurðardóttir 7/7 frák. Rósa Kristín 7/6 frák. Sara Sædal 0/2 frák. Aníta Rún 0.
 
Njarðvík: Lele Hardy 34/13 frák/6 stoð. Erna Hákonardóttir 11. Svava Ósk 7/10 frák. Aníta Carter 5. Sara Dögg 4. Salbjörg Sævarsdóttir 4. Ásdís Vala 2. Emelía Ósk 2. Marín 0. Eygló 0. Guðlaug 0. Heiða 0.
 
 
 
Umfjöllun/ Símon B. Hjaltalín  
Fréttir
- Auglýsing -