spot_img
HomeFréttirEmil, Haukur og Örn endurnýja samninga og Pétur áfram hjá Haukum

Emil, Haukur og Örn endurnýja samninga og Pétur áfram hjá Haukum

Þrír af efnilegustu leikmönnum Hauka þeir Emil Barja, Haukur Óskarsson og Örn Sigurðarson endurnýjuðu samning sinn við Hauka á dögunum og að sögn formanns Kkd. Hauka, Samúels Guðmundssonar, er þetta mikið ánægjuefni fyrir deildina.
Eins og fram kemur á heimasíðu Hauka eru Haukar búnir að tryggja sér þann kjarna leikmanna sem byggt verður áfram upp í kringum næstu árin.

Einnig var samið við Svein Ómar Sveinsson um að sjá áfram um styrktarþjálfun liðsins og jafnframt kemur fram kemur á heimasíðu Haukanna að Pétur Ingvarsson verði áfram með liðið á næstu leiktíð.

Mynd: Emil Barja, Samúel Guðmundsson, Haukur Óskarsson og Örn Sigurðarson við endurnýjun samninganna – www.haukar.is

Fréttir
- Auglýsing -