Embla Kristínardóttir hefur samið við Fjölni um að leika með liðinu í fyrstu deild kvenna.
Embla hefur áður leikið með Keflavík og Grindavík, en þá hefur hún einnig verið hluti af A landsliði Íslands.
Embla lék sinn fyrsta leik með Fjölni í dag þegar að liðið lagði Grindavík, en liðið fór í efsta sæti deildarinnar eftir leikinn og er nú tveimur stigum fyrir ofan Keflavík sem er í öðru sætinu.
Á 13 mínútum spiluðum í dag skilaði hún 10 stigum, 7 fráköstum og 2 stolnum boltum.
Mynd / Fjölnir