spot_img
HomeFréttirElvar Már ekki með gegn Spáni

Elvar Már ekki með gegn Spáni

Bakvörðurinn Elvar Már Friðriksson mun ekki vera hluti af íslenska liðinu sem mætir Spáni annað kvöld í undankeppni HM 2023. Samkvæmt Elvari mun hann hafa verið að eiga við meiðsl síðustu tvo mánuði, en hann leikur stórt hlutverk með félagsliði Rytas í Litháen bæði í LKL deildinni og Meistaradeild Evrópu.

Hérna eru fréttir af HM 2023

Það munar um minna fyrir íslenska liðið, en Elvar hefur verið hreint út sagt frábær fyrir Ísland í síðustu verkefnum, skilað 20 stigum, 4 fráköstum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta að meðaltali í leik í undankeppninni. Samkvæmt Elvari mun hann þó mögulega taka þátt í seinasta leik liðsins í undankeppninni, sem er leikur gegn Georgíu í Tíblisi komandi sunnudag 26. febrúar.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -