spot_img
HomeFréttirEinar Árni: Liggur fyrir að við mætum Keflavík

Einar Árni: Liggur fyrir að við mætum Keflavík

Þór Þorlákshöfn mætir Njarðvík b eða Keflavík í undanúrslitum Poweradebikarsins en dregið var í undanúrslit í dag. Einar Árni Jóhannsson þjálfari Þórs eins og flestir gerir fastlega ráð fyrir því að mæta Keflavík fremur en hinum öldnu hetjum er skipa lið Njarðvík b. Í framhjáhlaupi ræddum við einnig hrakfarir Einars og sona sem gistu í Þorlákshöfn í nótt eftir bikarleikinn gegn Haukum þar sem hann varð fyrir því óláni að hafna utan vegar á leið sinni heim. Til allrar hamingju urðu engin meiðsli á fólki en tveir eldri synir hans voru með honum í bílnum. 

 

Fréttir
- Auglýsing -