spot_img
HomeBikarkeppniEiga Breiðhyltingar von á að bikardraumurinn rætist? "Þeir eru búnir að gefa...

Eiga Breiðhyltingar von á að bikardraumurinn rætist? “Þeir eru búnir að gefa það út að þeir ætli að vinna allt og séu bestir”

Undanúrslit Geysisbikars karla fara fram í dag með tveimur leikjum. Karfan hitar upp fyrir leikina með upphitun og viðtölum við leikmenn og þjálfara allra liða.

Næst er komið að ÍR sem mætir Stjörnunni í undanúrslitum kl 17:30 í dag.

ÍR

Í heildina mun þetta vera í tíunda skiptið sem ÍR er með í undanúrslitunum, en liðið hefur í tvígang unnið, 2007 og 2001. Í sex skipti hafa þeir tapað úrslitaleik, síðast árið 2014 fyrir Grindavík. ÍR vann keppnina síðast árið 2007. Það ár unnu þeir eftir að hafa farið í gegnum Grindavík í undanúrslitum og Hamar/Selfoss í úrslitaleik.

Gengi ÍR hefur ekki verið jafn gott í ár og í fyrra í deildinni. Liðið hefur farið í gegnum nokkrar breytingar, skipt um erlenda leikmenn, sem og hafa lykilmenn þeirra verið að eiga við meiðsl í vetur. Liðið er sem stendur í 7.-9. sæti deildarinnar ásamt Haukum og Grindavík, með 8 sigra í 18 leikjum.

Leið þeirra í höllina hefur ekki beint verið þyrnum stráð. Vinna 2. deildarlið ÍA í sextán liða úrslitum nokkuð örugglega. Síðan Skallagrím í átta liða úrslitunum í öllu meira spennandi leik.

Undanúrslitaviðureign: Gegn Stjörnunni fimmtudaginn 14. febrúar kl. 17:30

Síðasti leikur þessara liða í deild: ÍR 86-103 Stjarnan – 6. janúar 2019

Viðureign í 8 liða úrslitum: 86-79 sigur á Skallagrím

Viðureign í 16 liða úrslitum: 104-73 sigur á ÍA

Fjöldi bikarmeistaratitla: 2

Síðasti bikarmeistaratitill: 2007

 

Fylgist með: Matthíasi Orra Sigurðarsyni

Eftir að hafa misst af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla, er Matthías aftur kominn í lið ÍR. Í 9 leikjum í vetur hefur hann skilað 9 stigum, 3 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik. Ætli ÍR sér sigur í þessum leik er ljóst að þær tölur verða að vera hærri en það. Leikurinn stendur eilítið og fellur með því fyrir ÍR. Verðugt verkefni fyrir Matthías, þar sem að Stjarnan hefur fram að skipa einhverjum al-besta varnarmanni deildarinnar í stöðu hans í Ægi Þór Steinarssyni. Baráttan verður áhugaverð.

 

Aukasendingin: Hitað upp fyrir bikarvikuna í aukaþætti

 

Fréttir
- Auglýsing -