Egill Egilsson nýútskrifaður stúdent hefur ákveðið að ganga til liðs við Skallagrím núna strax á nýju ári en Egill hefur verið á mála hjá Snæfell. Ekki verða Borgnesingar fyrir vonbriðgðum með krafta Egils en Skallagrímsmenn heygja mikla baráttu í 1. deild við að komast upp í Iceland Express deildina. Frá þessu er greint á www.snaefell.is
Heimasíða Hólmara ræddi við Egil um vistaskiptin:
Hvað veldur því að þú skiptir um félag á þessum tímapunkti?
Það eru nokkrir hlutir sem spila inn í en aðal ástæðan er sú að ég er nýútskrifaður úr framhaldsskóla og fékk ekki vinnu í Hólminum. Skallagrímsmenn buðu mér hins vegar vinnu og því ákvað ég að skella mér á það. Auk þess fannst mér kominn tími á að prófa eitthvað nýtt þó svo að maður hefði auðvitað viljað klára tímabilið með Snæfell.
Skallagrímsmenn eru í mikilli baráttu við mörg lið að komast upp í úrvalsdeild en eru heitir, hefurðu trú og von, líkt og flestir Snæfellingar um að þið komist upp svo að vesturlandseinvígin verði aftur að veruleika?
Að sjálfsögðu hef ég trú á því og er stefnan sett á að fara upp. Það væri auðvitað óskandi fyrir þá sem búa á vesturlandi að eiga tvö lið í úrvalsdeild enda fátt skemmtilegra en svona nágrannaslagir.
Spenntur fyrir nýrri áskorun í Borganesi?
Já ég er mjög spenntur fyrir þessu enda mikill metnaður hérna fyrir því að koma Skallagrím í efstu deild þar sem liðið á klárlega heima.
Mynd/ [email protected] – Egill til varnar með Snæfell gegn Fjölni í Dalhúsum fyrr á yfirstandandi tímabili.
www.snaefell.is