Dregið í 16 liða úrslitum VÍS bikarkeppninnar í dag

Í dag kl. 14:00 verður dregið í 16 liða úrslitum VÍS bikarkeppninnar.

Nú í kringum og um helgina fóru fram viðureignir 32 liða úrslita, en ansi mörg lið sátu hjá í þeirri umferð.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í dag.

16 liða úrslit karla:

Álftanes, Ármann, Breiðablik, Fjölnir, Grindavík, Hamar, Haukar, Höttur, KR, KV, Keflavík, Selfoss, Stjarnan, Tindastóll, Valur, Þróttur V.

16 liða úrslit kvenna:

Ármann, Aþena, Breiðablik, Fjölnir, Grindavík, Hamar/Þór, Haukar, ÍR, Keflavík, Keflavík b, Njarðvík, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, Valur, Þór Ak.