Keflavík sneri taflinu við gegn Snæfelli

Keflavík tók á móti Snæfelli í Blue-höllinni við Sunnubraut í Subway-deild kvenna í gærkvöldi.

Gestirnir úr Stykkishólmi byrjuðu leikinn mun betur, og áttu Keflvíkingar í miklu basli framan af leik. Snæfell náði mest 14 stiga forskoti í fyrri hálfleik, og fóru inn í hálfleikinn með sex stiga forystu, 35-41.

Keflavík beit hins vegar í skjaldarrendur í seinni hálfleik. Hægt og bítandi náðu heimakonur að vinna upp forskot gestanna, og sigldu fram úr að lokum. Lokatölur 76-65, Keflavík í vil.

Thelma Dís Ágústsdóttir var stigahæst Keflvíkinga með 17 stig, en Eva Rupnik og Mammusu Secka skoruðu mest í liði gestanna, líka með 17 stig.