00:45:27
{mosimage}Liðsmenn Syracuse í NCAA-háskóladeildinni í körfuknattleik vilja sennilega gleyma leik gærkvöldsins sem fyrst, en þegar allt stefndi í framlengingu milli þeirra og smáliðsins Cleveland State tók Cedric nokkur Jackson málin í sínar hendur.
Nánar hér að neðan:
Eftir að Syracuse höfðu jafnað rétt fyrir leikslok fékk Jackson knöttinn og lét skotið ríða af rétt við eigin 3ja stiga línu og viti menn… ofaní fór hann og Cleveland-menn stigu trylltan sigurdans.
„Ég athugaði fyrst hvort við gætum stillt upp í sókn, en það var ekki nægur tími,“ sagði Jackson. „Þetta var guð og lukkan. Maður hittir ekki úr svona á hverjum degi.“
Myndskeið af skotinu má sjá hér.
Heimild: nbcsports.com
ÞJ