spot_img
HomeFréttirDouglas stigahæstur þegar Knicks réttu úr kútnum

Douglas stigahæstur þegar Knicks réttu úr kútnum

 
Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Chicago og New York höfðu sigra í sínum leikjum og Portland Trail Blazers rúlluðu yfir botnlið austurstrandarinnar, Cleveland, 111-70. Ramon Sessions var stigahæstur í liði Cleveland með 14 stig en LaMarcus Aldridge gerði 20 stig og tók 11 fráköst hjá Portland. 
New Jersey 73-84 Chicago
Carlos Boozer var ekki í hópnum hjá Bulls í nótt en í hans fjarveru var Derrick Rose engu að síður stigahæstur með 21 stig og 4 fráköst en hjá New Jersey var Brook Lopez með 22 stig og 8 fráköst.
 
New York 120-99 Memphis
Melo og félagar í Knicks komust aftur á sigurbraut í nótt eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð. Tony Douglas kom sprækur af Knicks bekknum í nótt og setti 29 stig í leiknum, Carmelo Anthony bætti við 28 stigum en Mike Conley var með 16 stig og 6 stoðsendingar í liði Memphis.
 
Mynd/ Tony Douglas kom með 29 stig af New York bekknum í nótt.
 
Fréttir
- Auglýsing -