Í upphafi tímabils er gott að skoða liðin og tölfræði þeirra áður en hún hefst. Meðfylgjandi tölfræðisamantekt er ætluð öllum þeim sem hafa áhuga á að kafa dýpra í körfuboltatölfræðina fyrir komandi leiktíð. Hvort sem þú ert þjálfari, leikmaður, blaðamaður eða fylgist bara með Dominosdeildinni, þá ættu allir að geta fundið eitthvað gagnlegt í þessari samantekt.
Útreikningarnir sem birtir eru í þessari samantekt byggja á þeirri tölfræði sem birt er á KKÍ.is. Útreikningarnir eru samkvæmt aðferðum þróaðrar tölfræðigreiningar (e. Advanced Statistics) sem er t.d. notuð mikið í umfjöllun um NBA deildina. NBA deildin birtir einnig sambærilega tölfræði á vefsvæði sínu. Lykill að skammstöfunum og útskýringar eru aftast í skjalinu.
Hugmyndin er að birta samantekt sem þessa þrisvar á leiktíð: í upphafi áður en hún hefst, eftir að deildin fer í jólafrí og að lokum þegar leiktíðinni er lokið en áður en úrslitakeppnin hefst.
Hafir þú, lesandi góður, hugmyndir um upplýsingar sem vantar í samantekt sem þessa eða hugmyndir að betri framsetningu þá þætti mér vænt um að fá póst á netfangið [email protected].