spot_img
HomeFréttirDomino´s-deild karla gangsett að nýju í kvöld

Domino´s-deild karla gangsett að nýju í kvöld

Í kvöld hefst keppni að nýju í Domino´s-deild karla og eru fimm leikir á dagskránni. Viðureign Keflavíkur og Þórs úr Þorlákshöfn verður í beinni útendingu hjá Stöð 2 Sport kl. 19:15.

Leikir kvöldsins í Domino´s-deild karla:

18:30 Höttur – Njarðvík 

19:15 Tindastóll – ÍR

19:15 Keflavík – Þór Þorlákshöfn

19:15 Snæfell – Haukar 

19:15 Grindavík – FSu 

Tólftu umferð í Domino´s-deild karla lýkur svo annað kvöld þegar KR mætir Stjörnunni í DHL-Höllinni. 

Í kvöld er einnig tvíhöfði í Smáranum en þau í Kópavogi virðast hrifin af því stuð-fyrirkomulagi en að þessu sinni eru karlalið Vals og kvennalið Fjölnis í heimsókn. 

1. deild karla kl. 18:00: Breiðablik – Valur

1. deild kvenna kl. 20:00: Breiðablik – Fjölnir

Mynd úr safni/ Earl Brown og Keflvíkingar fá Þór Þorlákshöfn í heimsókn í kvöld.

Fréttir
- Auglýsing -