Það þekkja sennilega fæstir Dirk Minnefield en hann átti eina mögnuðustu troðslu sem fest hefur verið að filmu á níunda áratugnum. Minnefield var 190 cm bakvörður hjá Kentucky háskólanum þegar ósköpin dundu yfir í leik gegn Mississippi State.
Minnefield háði langa baráttu við eiturlyfjafíkn eins og svo margir körfuboltaleikmenn á þessum tíma. Lék um tíma í NBA deildinni frá 1983 en fíknin batt enda á ferilinn 1988. Hann átti það til að “kóka” sig upp fyrir leiki og hver veit nema hann hafi verið í flugdrekahæð í þessum leik.