Kvennalandsliðs Íslands leikur tvo æfingaleiki gegn Dönum dagana 9. og 10. júlí næstkomandi. Fyrri leikurinn fer fram miðvikudaginn 9. júlí að Ásvöllum í Hafnarfirði en síðari leikurinn fer fram þann 10. júlí í Stykkishólmi. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15. Hrannar Hólm þjálfari danska kvennalandsliðsins verður þar með fyrsti Íslendingurinn til þess að stýra erlendu landsliði gegn Íslandi í leik hérlendis.
Æfingaleikirnir gegn Dönum eru liður í undirbúningi kvennalandsliðsins fyrir þátttöku sína í Evrópukeppni smáþjóða en liðið leggur af stað í það verkefni næsta sunnudag eða þann 13. júlí. Þá leikur liðið í riðli með Möltu og Gíbraltar.
Körfuknattleikssamband Íslands hélt blaðamannafund í dag fyrir undirbúning liðsins og þátttökuna í EM smáþjóða og ræddi Karfan.is við Ívar Ásgrímsson þjálfara liðsins og leikmennina Helenu Sverrisdóttur, Hildi Sigurðardóttur og nýliðann Marín Laufey Davíðsdóttur.
Hildur Sigurðardóttir – búnar að æfa þrusuvel
Marín Laufey Davíðsdóttir – alltaf einhverjar „rookie“ skyldur sem þarf að sinna
Ívar Ásgrímsson – held að Danir séu með mjög sterkt lið
Helena Sverrisdóttir – frábært að fá þessa vináttulandsleiki