spot_img
HomeFréttirDanir sluppu með skrekkinn í Hólminum

Danir sluppu með skrekkinn í Hólminum

Öðrum vináttulandsleik kvennaliða Íslands og Danmerkur var að ljúka í Stykkishólmi þar sem Danir sluppu með nauman 80-83 eftir framlengdan slag. Danir voru við stýrið framan af leik en Ísland með Helenu Sverrisdóttur í broddi fylkingar lét ekki stinga sig af eins og að Ásvöllum. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 73-73 þar sem Helena jafnaði leikinn fyrir Ísland þegar tvær sekúndur voru eftir. Í framlengingunni reyndust Danir sterkari og kláruðu leikinn 80-83.
 
 
Ísland tapaði þar með báðum vináttulandsleikjunum gegn Hrannari Hólm og danska liðinu. Helena Sverrisdóttir fór mikinn í íslenska liðinu í kvöld með 30 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Næst Helenu var Hildur Björg Kjartansdóttir með 13 stig og 6 fráköst.
 
Næst á dagskrá hjá íslenska liðinu er Evrópukeppni smáþjóða sem fram fer í Austurríki og mætast Ísland og Malta strax þann 14. júlí næstkomandi.
 
Ísland A kvenna-Danmörk A kvenna 80-83 (18-27, 15-16, 18-16, 22-14, 7-10)
 
Ísland A kvenna: Helena Sverrisdóttir 30/9 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Hildur Björg Kjartansdóttir 13/6 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 7, Hildur Sigurðardóttir 6, Kristrún Sigurjónsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 5, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 5, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4/3 varin skot, Bryndís Guðmundsdóttir 4, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 0/9 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 0/4 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 0.
Danmörk A kvenna: Kiki Jean Lund 17/6 stoðsendingar, Ida Tryggedsson 13, Gritt Ryder 12, Emilie Hesseldal 8/9 fráköst, Katrine Dyszkant 6/4 fráköst, Camilla Blands 6/9 fráköst/6 stoðsendingar, Emilie Fogelström 5, Mathilde Linnea Gilling 5/5 fráköst, Cecilie Tang Homann 4, Ida Krogh 4, Natascha Hartvich 3, Tea Jörgensen 0/4 fráköst.
Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Davíð Tómas Tómasson
 
Nánar um leikinn síðar í kvöld…
 
Fréttir
- Auglýsing -