spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaDaníel stýrir Grindavík áfram

Daníel stýrir Grindavík áfram

Grindavík staðfesti rétt í þessu á Facebook síðu sinni að Daníel Guðni Guðmundsson yrði áfram þjálfari meiistaraflokks karla á næsta tímabili.

Daníel tók við sem aðalþjálfari Grindavíkur fyrir ári síðan og kom liðinu í bikarúrslit, liðið endaði í 8. sæti Dominos deildarinnar þegar hún var flautuð af.

Staðfest er að Grindavík var í viðræðum við Finn Frey Stefánsson um að taka við liðinu fyrir stuttu en hann endaði í Val. Þrátt fyrir þetta hefur liðið ákveðið að endurnýja við Daníel Guðna.

Daníel hefur einnig þjálfað Njarðvík þar sem hann er uppalinn en hann lék einnig með Grindavík og Stjörnunni á sínum ferli.

Fréttir
- Auglýsing -