Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFB fór fram á laugardagskvöld og voru þar veitt verðlaun fyrir frammistöðu leikmanna á nýliðnu tímabili. Daníel Þór Midgley var valinn leikmaður tímabilsins en leikstjórnandinn knái átti sitt besta tímabil á ferlinum og leiddi Bolvíkinga meðal annars í fráköstum, stoðsendingum, stolnum boltum og vörðum skotum.
Meðal annara viðurkenninga þá var Jón Kristinn Helgason valinn besti nýliðinn, Magnús Heimisson var valinn prúðasti leikmaðurinn, Jón Steinar Guðmundsson fékk viðurkenningu fyrir tilþrif tímabilsins og Þórir Guðmundsson fékk viðurkenningu fyrir að vera stigahæsti leikmaður Bolvíkinga í vetur.
Bolungarvík lauk keppni í 6. sæti A-riðils karla í 2. deildinni þetta tímabilið. Hér má sjá heildarstöðuna í 2. deildinni.
Mynd/ Ingvi Stígsson: Daníel Midgley í leik í vetur