Bakvörðurinn Daníel Guðni Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við Grindvíkinga til tveggja ára. Jón Gauti Dagbjartsson formaður KKD Grindavíkur sagði af þessu tilefni: „Við erum afar ánægð með að hafa hann hjá okkur, flottur einstaklingur inni í klúbbnum og við erum bara í skýjunum.“
Daníel lék 24 leiki með Grindvíkingum á síðasta tímabili og var með 3,1 stig að meðaltali í leik.
Mynd/ Jón Gauti og Daníel handsala málin og verður ekki annað séð en að formaðurinn sé himinlifandi með að Daníel hafi ákveðið að framlengja. Eins af gefnu tilefni skal það tekið fram að Daníel er á 28. aldursári og með reynslumeiri bakvörðum deildarinnar.