Vestri hefur samið við hina bandarísku Danie Shafer um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild kvenna. Danie er bakvörður sem kemur til liðsins frá Nottingham í Englandi, en þar skilaði hún 22 stigum og 8 fráköstum að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Áður en hún fór þangað hafði hún leikið með Urbana í annarri deild bandaríska háskólaboltans, þar sem hún var með 17 stig að meðaltali í leik. Danie mun einnig taka að sér þjálfun yngri flokka hjá félaginu.
Tilkynning:
Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við Danie Shafer um að leika með meistaraflokki kvenna í 1. deild. Danie lék með Urbana háskólanum í Ohio í NCAA D2 deildinni þar sem hún var stigahæsti leikmaður skólanns með 16.6 stig að meðaltali á námsárunum. Hún fór svo til Englands í meistaranám í háskólanum í Nottingham ásamt því að leika körfubolta þar. Þar var hún valinn leikmaður ársins ásamt því að vera stigahæst með 22.2 stig og 8 fráköst að meðaltali. Danie er líka með þjálfarareynslu og mun þjálfa yngri flokka hjá Vestra.