spot_img
HomeFréttirDagur Kár fer til St Francis Brooklyn

Dagur Kár fer til St Francis Brooklyn

 Ef fram sem heldur fer Brooklyn að breytast í einskonar íslendingahverfi en í dag segir Dagur Kár Jónsson leikstjórnandi Stjörnunar frá því á Facebook síðu sinni að hann hafi bundið sig (letter of intent) við að spila með St Francis Brooklyn háskólann næstkomandi skólaár. Þar mun Dagur hitta fyrir Gunnar Ólafsson fyrrum Fjölnis/Keflvíking fyrir þar sem hann stundar nú nám og spilar með þeim.  Og líkt og flestir vita eru þeir Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson hinumegin við götuna í LIU Brooklyn skólanum.  ”Mér leist svo vel á þetta hjá St Francis að ég kvittaði undir hjá þeim það kom ekkert annað til greina. Þetta er náttúrulega draumur að rætast hjá mér.  Ég hef unnið að þessu markvist og mig hlakkar mikið til. ” sagði Dagur Kár í snörpu viðtali við Karfan.is
 
Dagur hefur farið heldur betur vel á stað með Stjörnumönnum þetta tímabilið og er að setja 18 stig á leik og senda rúmlega 5 stoðsendingar á félaga sína.  Óhætt að segja að enn og aftur er “aukaæfingin” að borga sig og við óskum Degi að sjálfsögðu innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. 
Fréttir
- Auglýsing -