Aga-og úrskurðarnefnd tilkynnti fyrr í dag niðurstöðu sína í máli Daða Bergs Grétarssonar leikmanns ÍR og Mantas Virbalas leikmanns Þórs Ak. Lennti þeim félögum saman þegar liðin mættust fyrir tveimur vikum og var báðum vísað úr húsi. Atvikið hafði verið mikið rætt í framhaldi og einhverjir kölluðu eftir lengri banni en aganefnd tók sinn tíma til að ákveða bann.
Mantas Virbalas fær einn leik í bann fyrir að hafa verið vikið úr húsi en Daði Berg Grétarsson fékk þrjá leiki í bann. Í úrskurði segir meðal annars: „Af skýrslu til nefndarinnar sem og myndbandsupptöku sem skoðuð var má sjá að hinn kærði sýnir af sér hegðun, sem á ekkert skylt við íþróttalega framkomu.“
Úrskurð í máli Daða Bergs má finna hér.
Karfan ræddi við Daða Berg eftir síðasta leik ÍR þar sem liðið vann KR í Dominos deildinni. Þar segir hann „Það kæmi mér mikið á óvart ef það verður meira en það, kannski tveir leikir.“