08:20:17
Deildarkeppninni í NBA lauk í nótt og nú tekur úrslitakeppnin við. Þó að ljóst hafi verið hvaða lið voru að komast inn í úrslitin réðist lokaröð þeirra í nótt og má segja að sigurvegarar dagsins, hvort í sinni deild, hafi verið Philadelphia 76ers.
Sixers lögðu topplið Cleveland Cavaliers, sem tefldu fram hálfgerðu varaliði þar sem flestir fastamenn voru á bekknum eða spiluðu lítið. Cleveland hefðu með sigri getað jafnað met Boston Celtics fyrir besta árangur á heimavelli með 40 sigrum gegn einu tapi, en ákváðu þess í stað að hvíla stjörnurnar fyrir komandi átök.
Leikurinn var engu að síður spennadi og réðist ekki fyrr en eftir framlengingu þar sem Sixers sigu framúr og unnu loks, 110-111.
Þetta þýðir að Philadelphia varð í sjötta sæti Austurdeildarinnar og mætir vængbrotnu liði Orlando í stað meistara Boston í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Hinum megin við deildarmörkin vann San Antonio Spurs góðan sigur á New Orleans Hornets í framlengingu og tryggðu sér þannig þriðja sætið í Vesturdeildinni og mæta grönnum sínum í Dallas í fyrstu umferð. Tim Duncan átti stórleik og virðist vera að komast aftur í form eftir brösugt gengi og meiðslavandræði að undanförnu.
Loks má geta þess að Grant Hill hjá Phoenix Suns, sem hefur verið plagaður af meiðslum nær allan sinn feril, lék alla 82 leiki Phoenix í vetur, en þetta er í fyrsta sinn sem hann nær því marki á 15 ára ferli.
Annar leikmaður Suns, Shaquille O‘Neal náði vafasömum tímamótum þar sem hann missti af úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan á nýliðatímabili sínu fyrir 16 árum síðan.
Hér eru úrslit næturinnar:
New Orleans 98
San Antonio 105
Sacramento 97
Minnesota 90
Houston 84
Dallas 95
Washington 107
Boston 115
Milwaukee 108
Indiana 115
Atlanta 90
Memphis 98
New Jersey 73
New York 102
Toronto 109
Chicago 98
Philadelphia 111
Cleveland 110
Charlotte 73
Orlando 98
Detroit 96
Miami 102
Golden State 113
Phoenix 117
Denver 76
Portland 104
Oklahoma City 126
LA Clippers 85
Þannig er fyrsta umferð úrslitakepninnar komin á hreint. Hún verður sem hér segir og fara fyrstu leikir fram á laugardag:
Vesturdeild:
LA Lakers (1) gegn Utah Jazz (8)
Denver Nuggets (2) gegn New Orleans Hornets (7)
San Antonio Spurs (3) gegn Dallas Mavericks (6)
Portland Trail Blazers (4) gegn Houston Rockets (5)
Austurdeild:
Cleveland Cavaliers (1) gegn Detroit Pistons (8)
Boston Celtics (2) gegn Chicago Bulls (7)
Orlando Magic (3) gegn Philadelphia 76ers (6)
Atlanta Hawks (4) gegn Miami Heat (5)
ÞJ