{mosimage}11:14:30
Cleveland Cavaliers halda sínu striki í baráttunni um toppsætið í NBA, en þeir lögðu Washington Wizards í nótt, 98-86. Þeir hafa nú unnið 38 af 39 heimaleikjum í vetur og eru með um tveimur sigrum betra sigurhlutfall en LA Lakers.
Þá átti Rajon Rondo stórleik fyrir Boston Celtics í sigri á NJ Nets, 106-104. Rondo skoraði 31 stig gaf 5 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Celtics virtust hafa tryggt sér öruggan sigur en þurftu svo að taka á honum stóra sínum undir lokin til að halda sínu.
Línurnar eru farnar að skýrast varðandi úrslitakeppnina en í nótt tryggðu Dallas Mavericks sér áttunda og síðasta farmiðann í Vesturdeildarinnar á kostnað Phoenix Suns. Í Austrinu hangir Charlotte Bobcats enn í voninni en Detroit og Chicago eru nær örugg um síðustu sætin.
Hér eru úrslit næturinnar:
Portland 95
San Antonio 83
Toronto 101
Indiana 130
Washington 86
Cleveland 98
Memphis 78
Orlando 81
New Jersey 104
Boston 106
Detroit 113
New York 86
Atlanta 113
Milwaukee 105
Phoenix 105
New Orleans 100
Oklahoma City 112
Denver 122
Utah 101
Dallas 130
Minnesota 105
Golden State 97
ÞJ