spot_img
HomeFréttirCintamani bjargaði Leður-Chuck

Cintamani bjargaði Leður-Chuck

Dregið var í undanúrslit í Poweradebikarkeppni karla og kvenna í dag. Rétt áður en nöfn liðann voru dregin upp úr skálinni frægu æddi Leður-Chuck inn í salinn ásamt fylgdarliði úr Grindavík. Ekkert var þó leðrið á þessum nýjasta liðsmanni Grindavíkur í hádeginu sem kom til landsins á dögunum íklæddur aðeins þunnum leðurjakka. Eins og við greindum frá í gær hófst mikil leit á meðal íbúa Grindavíkur að viðeigandi norðurskautsklæðnaði fyrir nýja liðsmanninn.

Þegar áðurnefndur Leður-Chuck mætti við bikardráttinn í dag er ljóst að kall Kaliforníumannsins og Grindvíkinga hafði borið ávöxt því Chuck var mættur í forláta Cintamani úlpu og lét kuldabola utandyra ekki að sér hæða. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson einn stjórnarmanna KKD Grindavíkur sagði liðsmenn Cintamani hafa tekið Grindvíkingum opnum örmum þegar þeir mættu með Leður-Chuck á skrifstofuna til að klæða kallinn upp. Ljóst að Leður-Chuck verður ekki kalt á næstunni.

Mynd/ Sjáið kallinn, loðkragi og alles.

Fréttir
- Auglýsing -