spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaChris Caird til London Lions

Chris Caird til London Lions

Þjálfarinn Chris Caird hefur samið um að verða aðstoðarþjálfari London Lions í Bretlandi fyrir komandi tímabil. Staðfestir hann þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag.

Chris fer til London frá Grindavík, en hann hafði fyrr í sumar gert tveggja ára samning við félagið. Hjá Lions verður hann í þjálfarateymi nýráðins aðalþjálfara Petar Božić, en félagið leikur bæði í efstu deild Bretlands sem og í Eurocup.

Chris hefur verið viðloðandi íslenskan körfubolta síðan 2007. Fyrst sem leikmaður en sem þjálfari síðan 2018. Síðustu fimm tímabil hefur Chris verið þjálfari Selfoss.

Í samtali við Körfuna sagði Chris að hann væri spenntur fyrir því að fara aftur til London, en hann er fæddur og uppalinn í Bretlandi þar sem hann meðal annars lék fyrir landslið þeirra. Enn frekar sagði hann “Þeir eru að byggja eitthvað sérstakt hérna og tækifæri sem þessi gerast ekki oft. Ég fæ tækifæri til að læra af mjög reyndum þjálfara í Bozic, þjálfa hæfileikaríka leikmenn á hverjum degi hjá liði sem náði frábærum árangri í BBL á síðasta tímabili og keppir í Eurocup”

Þá sagði hann stjórn Grindavíkur einnig eiga þátt í því að hann hafi geta stokkið á tækifærið, þar sem hún hafi verið jákvæð fyrir þessu tækifæri hans og er hann þeim þakklátur fyrir.

Fréttir
- Auglýsing -