spot_img
HomeFréttirChildress með brotinn vísifingur

Childress með brotinn vísifingur

 
Josh Childress leikmaður Phoenix Suns er með brotinn vísifingur en meiðslin áttu sér stað í æfingaleik gegn Golden State Warriors fyrr í vikunni. Childress kom inn í NBA deildina að nýju í sumar frá Olympiacos í Grikklandi þar sem hann lék tvö síðustu tímabil og vann m.a. til silfurverðlauna með liðinu í Meistaradeild Evrópu fyrr á þessu ári eftir tapleik gegn Barcelona.
Forráðamenn Suns gera ráð fyrir því að leikmaðurinn verði ekki meira frá en næstu viku eða svo en Childress braut á sér fingurinn þegar skammt var til loka æfingaleiksins gegn Warriors en hann kom engu að síður aftur inn á leikvöllinn og kláraði leikinn.
 
Fréttir
- Auglýsing -