Úrslitaeinvígi austurstrandarinnar hefst í kvöld þegar Chicago tekur á móti Miami en leikurinn hefst á miðnætti að íslenskum tíma. Wade og LeBron ræddu við blaðamenn um þá staðreynd að þeir hefðu næstum því farið til Chicago í sumar í stað þess að leika með Miami.
Dwayne Wade ólst upp í Chicago og því hafði hann mikinn áhuga á því að leika þar. En hann taldi tilboðið og aðstæðurnar betri í Miami til að vinna titil og hafði það áhrif á val þeirra félaga.
,,Ég ólst upp í borginni og ólst upp við það að mínir draumar snérust um að verða NBA-leikmaður með Chicago. Þeir voru með frábæra kynningu þegar þeir reyndu að fá mig og það hefði verið frábært tækifæri að koma hingað. En ég taldi að Miami dæmið væri betra," sagði Wade.
,,Það voru einn eða tveir morgnar sem ég vaknaði og sagði við sjálfan mig að ég yrði leikmaður Chicago," sagði James þegar hann var spurður um það hvort hann íhugaði það alvarlega að fara til Chicago ,,Þetta var frábær fundur með liðinu á sínum tíma. En ég taldi að besti möguleikinn til að vinna meistaratitil væri í Miami."
Þó að einvígi kvöldsins sé afar áhugavert. Er mjög spennandi að hugsa til þess að í einu liði hefðu jafnvel þeir LeBron James, Dwayne Wade og Derrick Rose getað orðið liðsfélagar.
Mynd: Dwayne Wade og LeBron spila gegn Chicago í kvöld. Það munaði litlu að þeir hefðu orðið liðsmenn Derrick Rose síðastaliðið sumar.