Í morgun komst það í fréttir að mögulega myndu skipti NBA liðanna Cleveland Cavaliers og Boston Celtics ekki ganga sem skyldi. Einn þeirra þriggja leikmanna, Isaiah Thomas, sem Boston ætlaði að senda til Cleveland var sagður ekki myndi standast læknisskoðun hjá Cavaliers, en leikmaðurinn meiddist á mjöðm í rimmu liðanna í úrslitum Austurstrandarinnar á síðasta tímabili.
Áður en að þetta kom í ljós hafði verið yfirlýst að stjörnuleikmaður Cleveland, Kyrie Irving, færi til Boston í skiptum fyrir Jae Crowder, Ante Zizic, fyrstu umferðar valrétt Brooklyn Nets (sem Celtics eiga réttinn á) og stjörnuleikmanninn Isaiah Thomas.
Samkvæmt fréttunum í morgun höfðu innanbúðamenn hjá Cleveland lýst yfir áhyggjum sínum varðandi meiðsl Thomas, en samkvæmt Adrian Wojarnowski hjá ESPN, munu þeir nú bíða eftir endanlegri niðurstöðu lækna, áður en þeir krefja Celtics um meira til þess að láta skiptin ganga upp.
Story posting soon on ESPN: After Thomas physical, Cavs planning to seek further compensation before finalizing Irving trade to Boston.
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 26, 2017
Ekkert er gefið upp frekar hvað það væri sem að Cavaliers myndu vilja meira með hinum meidda Thomas, en annar leikmaður eða fleiri valréttir er það sem kemur helst til greina.