Hinar árlegu körfuboltabúðir FSu verða haldnar í sumar nánar tiltekið 23-26 júlí. Á heimasíðu FSu er farið ítarlega yfir það sem verður á boðstólunum við búðirnar:
Af heimasíðu FSu:
Í ár fáum við til okkar tvo frábæra þjálfara frá Bandaríkjunum en það eru Mike Olson sem kom einnig til okkar í fyrra. Mike er aðalþjálfari Kimball union academy en það lið spilar í sterkustu High School deild USA en þar hafa runnið í gegn um það bil 50 NBA leikmenn. Mike er aðalþjálfari u-18 ára landsliðs Bandaríkjanna og stjórnar American Elite placemnet agency en það er einmitt sú stofnun sem þessar búðir eru settar upp í samstarfi við. Mike Olson þjálfaði rúmlega 20 tímabil í NCAA háskóladeildinni.
Ryan Thompson er aðalþjálfari Hazen high school í Seattle en þar áður var hann hjá Jamestown háskólanum. Ryan vinnur mikið við að koma erlendum nemendum fyrir í skólum í Bandaríkjunum og hefur unnið mikið með American Elite placement agency.
Erik Olson aðalþjálfari FSu á Selfossi mun einnig þjálfa í búðunum en hann er nýkomin heim eftir að hafa starfað sem aðstoðarþjálfari hjá u-18 ára liði Bandaríkjanna. Skemmtilegir gestaþjálfarar og aðrir gestir kíkja í heimsókn og á lokadegi verður þjálfaranámskeið líkt og í fyrra.
Búðirnar eru opnar öllum á aldrinum 8-20 ára og jafnvel eldra ef óskað er eftir.
Eftir búðirnar á Selfossi munum við leggja land undir fót og verðum með búðir á Akureyri.
Allar frekari upplýsingar: