LA Lakers töpuðu tveimur fyrstu leikjunum á heimvelli en Dallas vann þar öðru sinni í nótt og nú mega Kobe og félagar fara 0-2 undir til Dallas. Þá tókst Chicago Bulls að jafna metin við Atlanta Hawks.
LA Lakers 81 – 93 Dallas Mavericks
Lakers 0-2 Dallas
Dirk Nowitzki gerði 24 stig og tók 7 fráköst í liði Dallas og Shawn Marion bætti við 14 stigum og 9 fráköstum. Hjá Lakers var Kobe Bryant atkvæðamestur með 23 stig og 3 stoðsendingar. Andrew Bynum bætti við 18 stigum og 13 fráköstum.
Chicago Bulls 86 – 73 Atlanta Hawks
Bulls 1-1 Hawks
Besti maður deildarinnar í ár, Derrick Rose, var stigahæstur hjá Bulls í nótt með 25 stig, 10 stoðsendingar og 6 fráköst. Joakim Noah bætti við 19 stigum og 14 fráköstum. Hjá Hawks var Jeff Teague með 21 stig og 3 stolna bolta og Joe Johnson bætti við 16 stigum, 5 fráköstum og 5 stolnum boltum.
Mynd/ Dirk og félagar í Dallas leiða 0-2 gegn Lakers eftir tvo frækna sigra í röð í Staples Center.