spot_img
HomeFréttirBucks með sigur gegn GSW en tap gegn Lakers

Bucks með sigur gegn GSW en tap gegn Lakers

Skjótt skipast veður í lofti í NBA deildinni því í nótt fann LA Lakers sinn fjórða sigur í deildinni og það gegn Milwaukee Bucks. Engin stórfrétt svo sem ef ekki hefði verið fyrir sigur Bucks gegn Golden State á dögunum þar sem heitasta lið pláhnetunnar var lagt að velli.

Milwaukee sem er neðst í Central-riðli Austurstrandar hafði sigur á Golden State en töpuðu í nótt gegn Lakers sem eru neðstir í Pacific riðli Vesturstrandar. Mögulega engin undur og stórmerki enda gríðarlegt leikjaálag í NBA deildinni og ljóst að það er þrautinni þyngra að stíga ölduna í öllu þessu álagi.

Lokatölur reyndust 113-95 Lakers í vil í Staples Center þar sem Kobe Bryant gerði 22 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 3 fráköst. Bucks léku án Greg Monroe í leiknum en stigahæstur hjá Bucks var Michael Carter-Williams með 19 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar af bekknum hjá Bucks. 

Þá var LeBron James með 24 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar í öruggum 89-77 útisigri Cleveland gegn Boston. 

Öll úrslit næturinnar í NBA deildinni
 

FINAL

 

CLE

89

BOS

77

1 2 3 4 T
23 17 29 20 89
 
 
 
 
 
25 21 15 16 77
 

HIGHLIGHTS

       

 

FINAL

 

DEN

112

MIN

100

1 2 3 4 T
27 36 29 20 112
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -