Brynjar Þór Björnsson brá sér í hlutverk leikstjórnanda í kvöld og fékk vitaskuld liðsinni við það. Þrátt fyrir að fara nokkuð út úr sinni „náttúrulegu“ stöðu var Brynjar engu að síður stigahæstur KR-inga í kvöld þegar liðið lagði nýliða Tindastóls eftir framlengdan slag. Karfan TV ræddi við Brynjar í leikslok sem eins og margir aðrir röndóttir bíður spenntur eftir endurkomu Pavels.