Bakvörðurinn Brynjar Þór Björnsson mun leika sinn 200. úrvalsdeildarleik í kvöld þegar Íslandsmeistarar KR taka á móti Snæfell í Domino´s-deild karla.
Aðspurður hvort hann fyndi aldurinn færast yfir svaraði Brynjar: „Þá helst að ég er orðinn einn af eldri mönnunum í liðinu.“ Við spurðum Brynjar einnig að því hvort það væru 200 leikir til viðbótar á tanknum.
„Það styttist í annan endann, þeir verða ekki 200 í viðbót en þó vonandi nokkrir.“
KR er í 2. sæti Domino´s-deildarinnar um þessar mundir með 8 stig en Snæfell í 9. sæti með 4 stig. Þið sem eruð í borginni ættuð að kíkja, það er alltaf áskrift á fjör þegar Ingi Þór Steinþórsson mætir með Snæfellsliðin á uppeldisslóðir sínar.
Mynd/ Hörður Tulinius