Bryndís Guðmundsdóttir mun mæta til leiks eftir áramót og spila með liði Keflavíkur en þetta staðfesti hún í samtali við Karfan.is Bryndís spilaði með Keflavík á síðasta tímabili og skoraði þá um 17 stig og tók tæp 10 fráköst á leik og því gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Keflavík sem situr nú í öðru sæti Dominosdeildarinnar. Bryndís ákvað nú í sumar að láta langþráðann draum rætast og fara í heimsreisu. Henni líkur á morgun þegar Bryndís lendir hér heima og mun hún sem fyrr segir mæta til leiks með Keflavík á nýju ári.
Í samtali við VF.is þá sagðist Bryndís eiga erfitt með að slíta sig frá körfunni og hlakki mikið til að byrja að æfa og spila en hún hefur fylgst vel með stelpunum á ferðalögum sínum.