spot_img
HomeFréttirBrown og Ferguson á leið til KR

Brown og Ferguson á leið til KR

KR-ingar hafa nælt sér í góðan liðsstyrk fyrir átökin í Iceland Express-deild karla eftir áramót. Tveir nýir Kanar eru á leiðinni. Annar heitir Josh Brown og er bakvörður. Hann kemur frá Dinamo Búkarest í Rúmeníu þar sem hann var með 21 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali i leik. www.visir.is greinir frá.
KR hefur líka nælt sér í stóran leikmann sem heitir Rob Ferguson. Hann kemur frá Defensor í Úrúgvæ en hann hefur einnig leikið í Þýskalandi.
 
Ferguson lék með St. Joseph’s háskóla þar sem hann var í liði með Jameer Nelson og Delonte West.
 
Mynd/ [email protected]: Tairu var sendur heim og leikur ekki meira með Íslands- og bikarmeisturum KR þessa leiktíðina.
 
www.visir.is
 
   
Fréttir
- Auglýsing -