Kvennalið KR varð fyrir því áfalli að erlendur leikmaður þeirra Brittnay Wilson sleit hásin í síðasta leik liðsins gegn Snæfell í DHL-höllinni. Brittnay hafði skoraði rúmlega 17 stig og tekið tæp 9 fráköst fyrir liðið í þessum fyrstu tveimur leikjum. ”Virkilega slæm tíðindi fyrir okkur þar sem að þessi stúlkar er ekki bara góður leikmaður heldur frábær liðsmaður.” sagði FInnur Jónsson þjálfari KR eftir leikinn í kvöld gegn Keflavík. Leit af nýjum leikmanni er hafin og vonast Finnur til að þau mál leysist sem fyrst.