Stjörnumaðurinn Brian Mills er Gatorade-leikmaður 18. umfeðar í Domino´s deild karla eftir vasklega framgöngu sína í viðureign Stjörnunnar og Grindavíkur í leik sem Stjarnan pakkaði saman 104-82.
Mills gerði 25 stig í leiknum, tók 10 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Þá var hann einnig með 5 varin skot og einn stolinn bolta og fékk fyrir vikið 40 framlagsstig. Mills hefur verið með 17,1 stig og 9,5 fráköst að meðaltali í leik hjá Stjörnunni í vetur.