Brenton Birmingham verður í búning í kvöld þegar Njarðvíkingar taka á móti Tindastól í Iceland Express deild karla. Brenton hyggur á að ljúka ferlinum hérlendis eins og hann hófst, í Njarðvíkurbúning. Friðrik Pétur Ragnarsson annar tveggja þjálfara Njarðvíkurliðsins staðfesti þetta í samtali við Karfan.is.
,,Hann er búinn að vera með okkur og verður já í búning í kvöld. Þetta kom þannig til að honum langaði að klára ferilinn í grænu og þetta var síðasti möguleikinn til að gera það,“ sagði Friðrik en Brenton er einn af þessum sem er alltaf í formi. ,,Það er ekki arða af fitu á honum,“ sagði Friðrik en til hvers ætlast hann og Einar af Brenton í leik kvöldsins og úrslitakeppninni sem er framundan?
,,Það er bara óskrifað blað til hvers við ætlumst af honum, hvort það verði 5 eða 20 mínútur sem hann spilar á bara eftir að koma í ljós og hvernig hann fellur að leik liðsins. Ég á ekki von á öðru en hann styrki okkur, annað væri óhjákvæmilegt, hann er bara af þeim kalíber.“
Brenton hefur leikið aðeins með Njarðvík B í vetur sem m.a. gerði smá ursla í Poweradebikarnum en á síðustu leiktíð lék hann með Grindavík og gerði 11,8 stig, tók 3,9 fráköst og gaf 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik.