spot_img
HomeBikarkeppniBreiðablik Geysisbikarmeistarar í unglingaflokki 2020

Breiðablik Geysisbikarmeistarar í unglingaflokki 2020

Breiðablik varð í kvöld Geysisbikarmeistari í unglingaflokki karla eftir sigur á KR, 72-75.

Það var Breiðablik sem byrjaði leik dagsins betur, leiddu með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, 15-19. Undir lok fyrri hálfleiksins náði KR þó að vinna það forskot niður, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan jöfn, 40-40.

Í upphafi seinni hálfleiksins var leikurinn svo áfram í járnum. Liðin skiptust á stuttum áhlaupum þar sem að það var iðulega KR sem var á undan. Staðan 59-57 fyrir KR fyrir lokaleikhlutann og bæði lið, ennþá, jafnt líkleg til þess að hampa sigri.

Í honum gerðu Blikar vel í að vera aðeins á undan, um fjórum stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir, 65-69. Með nokkrum góðum stoppum og skotum sem duttu náðu KR-ingar þó að snúa taflinu sér í vil á nýjan leik og voru komnir þrem stigum yfir þegar rúm mínúta var eftir, 72-69. Á síðustu mínútunni gerir Breiðablik vel, skora fyrst körfu, stoppa, komast svo á línuna þar sem að Sigurður Pétursson setti niður tvö skot til að koma þeim aftur í forystu, 72-73. KR-ingar fá tækifæri til þess að komast yfir aftur, en ekki vill skot Ólafs Þorra Sigurjónssonar niður.

KR-ngar fá svo annan séns til þess að jafna eða vinna leikinn þegar að 8.5 sekúndur eru eftir í stöðunni 72-74, en aftur bregst þeim bogalistin. Blikasigur að lokum, 72-75.

Atkvæðamestur fyrir Breiðablik í leiknum var Hilmar Pétursson, en hann skoraði 21 stig og tók 10 fráköst. Fyrir KR var það Benedikt Lárusson sem dróg vagninn með 18 stigum, 7 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Myndir / Bjarni Antonsson

Fréttir
- Auglýsing -