spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaBorche Ilievski framlengir í Grafarvogi

Borche Ilievski framlengir í Grafarvogi

Borche Ilievski hefur skrifað und­ir nýj­an samn­ing við körfuknatt­leiks­deild Fjölnis og mun hann þjálfa meist­ara­flokk karla hjá fé­lag­inu til árs­ins 2026.  Borche hef­ur stýrt meistaraflokk Fjölnis ásamt yngri flokkum félagsins frá 2022.  Borche hefur þjálfað lengi á Íslandi en hann byrjaði á Ísafirði og kom Vestra upp í efstu deild á sínum tíma.  Einnig hefur hann þjálfað meistaraflokka Tindastóls, Breiðabliks og ÍR ásamt því að vera yngri flokka þjálfari hjá þessum félögum sem og KR áður en  hann gekk til liðs við Fjölni í fyrra.

Borche segist hlakka til næstu ára hjá Fjölni og er spenntur fyrir næsta tímabili: ,,Við erum með góðan leikmannahóp af ungum strákum sem eru í lokahópum yngri landsliðana og við munum halda áfram að byggja upp sterkt og samheldið lið sem mun ná góðum árangri á næstu árum,” sagði þjálfarinn þegar hann skrifaði undir á dögunum.

Samhliða þjálfun meistaraflokks mun Borche þjálfa yngri flokka Fjölnis.  ,,Hafin er vinna við að betrumbæta umgjörðina í Grafarvoginum. Ég  er ánægður með þróun mála sem mun á endanum skila sér inn á vellinum,” bætti Borche við. 

Fréttir
- Auglýsing -