spot_img
HomeFréttirBook frábær er Suns komust í þægilega 2-0 forystu í úrslitaeinvíginu

Book frábær er Suns komust í þægilega 2-0 forystu í úrslitaeinvíginu

Phoenix Suns lögðu Milwaukee Bucks í nótt í öðrum leik úrslitaeinvígis liðanna í NBA deildinni, 108-118. Suns því komnir í þægilega 2-0 stöðu í einvíginu, en vinna þarf fjóra leiki til þess að vinna titilinn.

Tölfræði leiks

Bucks voru með yfirhöndina á upphafsmínútum leiksins, en með góðum öðrum leikhluta náðu Suns að snúa taflinu sér í vil og voru 11 stigum yfir þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik. Nánast þeirri forystu hélt Suns svo út leikinn.

Atkvæðamestur fyrir Suns í leiknum var Devin Booker með 31 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar, en hann var sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum, setti niður sjö úr tólf tilraunum. Hjá Bucks var það Giannis Antetokounmpo sem dró vagninn með 42 stigum og 12 fráköstum.

Það helsta úr leik Bucks og Suns:

https://www.youtube.com/watch?v=UKkCDP_mdxk

Næsti leikur einvígis liðanna er miðnætti sunnudaginn 11. júlí kl. 24:00, en hérna er hægt að sjá alla leikdaga úrslitanna.

Fréttir
- Auglýsing -