spot_img
HomeFréttirBoltinn Lýgur Ekki: Tveggja kana tal í Njarðvík - Lukamanía í NBA...

Boltinn Lýgur Ekki: Tveggja kana tal í Njarðvík – Lukamanía í NBA deildinni

Í nýjasta þættinum af Boltinn lýgur ekki fengum við góðann gest. Tómas Steindórsson sem er einnig þekktur sem “sá Raunverulegi” kom í heimsókn og ræddi við Sigurð um
nýjustu vendingar í Dominosdeild karla og í NBA deildinni.

Í fyrri hluta hlaðvarpsins er fjallað um Dominosdeildi karla. Þar er meðal annars farið í hvort að KR sé ekki bara sama um tímabilið fram að úrslitakeppni, hvort tveggja kana system Njarðvíkur muni ganga upp og hvort að þetta sé bara farið hjá Ágústi Björgvinssyni hjá Val.

NBA hluti hlaðvarpsins hefst á 47:45 og þar spáum við í spilin á toppnum vestan megin, hvort allir séu ekki orðnir hundleiðir á Harden og hvers vegna í ósköpunum Austurdeildin er svona léleg.

Hver þáttur af Boltinn lýgur ekki er tileinkaður einum litríkum karakter og að þessu sinni er það Glen “Big Baby” Davis. Þá er hann einnig tileinkaður tónlistarmanninum Juvenile, sem líkt og Davis, er frá Louisiana fylki Bandaríkjanna.

Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.

Fréttir
- Auglýsing -