spot_img
HomeFréttirBjarni Magnússon tekur við ÍR

Bjarni Magnússon tekur við ÍR

Bjarni Magnússon hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks ÍR í körfuknattleik. Hann tekur við starfinu af Örvari Þór Kristjánssyni sem hætti með liðið að loknu síðasta tímabili. Á þjálfaraferli sínum hefur Bjarni meðal annars þjálfað meistaraflokks kvenna hjá Haukum sl. þrjú ár við góðan orðstír og gerði liðið að bikarmeisturunum í vetur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍR.
 
 
Í tilkynningu ÍR-inga segir einnig:
 
Ráðningarsamningur Bjarna er til þriggja ára og bindur stjórn körfuknattleiksdeildar ÍR miklar vonir við komu hans til félagsins. ÍR endaði í níunda sæti á síðasta keppnistímabili og komst í bikarúrslit þar sem liðið beið lægri hlut fyrir Grindvíkingum. Liðið ætlar sér stóra hluti á komandi árum og lítur stjórnin á ráðningu Bjarna sem skref í því ferli að klífa hærra í deild þeirra bestu.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -